Dilksnes Gisting Höfn
rijud. 20. feb. 2018
Klukkan er 17:16
Dagur nr. 51
Vika nr. 7
Í Dilksnesi er sólin 1.761
hð og stefna hennar er
238.54 (VSV)
Slarupprs er kl. 08:47
Sl er hdegissta kl. 13:15
Slsetur er kl. 17:44
Bjart er 10 klst og 38 mn.
Dimmt er 13 klst. og 22 mn.

a fer a birta kl. 07:56
a er ori dimmt kl. 18:34

Almyrkva er til kl. 06:05
Almyrkva er fr kl. 20:26

H Welcome To Our Site

Dilksnes er á nesinu milli Skarðsfjarðar að austan og Hornafjarðar að vestan. Land jarðarinnar er hæðótt með mýrarsundum á milli, frjósamt og grasgefið. Mjög víðsýnt er af hólunum og blasir þar við fjallahringur Hornafjarðar frá Horni til Öræfajökuls ásamt Skarðsfirði, Hornafirði og fjörunum. Mikið fuglalíf er í Dilksnesi, sérstaklega í votlendinu á fitjunum og við fjörðinn.

 

Núverandi ábúendur eru Bjarni Hákonarson, Finndís Harðardóttir og synir. Keyptu þau Dilksnes árið 1990 og hófu þar rekstur gróðrarstöðvar vorið 1991. Rekstur gistiheimilis í Dilksnesi hófst vorið 2010.

Urgent Needs

Gróðrarstöðin Dilksnesi

Aðaláhersla er á ræktun trjáa, runna, fjölærra blóma og sumarblóma, einnig eru ræktaðar kálplöntur og krydd.

Nú eru í ræktun um 100 tegundir og kvæmi af trjám og um 150 tegundir af fjölærum blómum auk allra algengustu tegunda sumarblóma, kálplantna og kryddjurta.

Sjá meiri upplýsingar um garðplöntur

 

Árið 1993 hófst ræktun á stofnútsæði í kartöflum og er sú ræktun á um tveimur hekturum lands.

Donations For Us

Horft til Vatnajökuls

Í Dilksnesi er boðið upp á gistingu í lítilli íbúð. Í íbúð- inni eru tvö herbergi með sameiginlegum aðgangi að eldhúsi og baðherbergi. Um er að ræða eitt þriggja manna herbergi með þremur rúmum og eitt fjögurra manna herbergi með tveimur rúmum og góðri koju.


Dilksnes er 4 km frá Höfn og 1 km frá þjóðvegi 1.

Sjá kort hérGistiheimilið er opið allt árið.

Herbergi 1

                                             Nánari upplýsingar